Borgin fær milljónastyrk til að rannsaka popúlisma Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2019 16:14 Frá mótmælunum fyrir utan Hótel Borg á gamlársdag 2008. Búsáhaldabyltingin er talin bera sum einkenni populísma. Fréttablaðið/Anton Brink Reykjavíkurborg er meðal þeirra sem hlutu rúmlega 400 milljón króna styrk á dögunum til rannsóknar á popúlisma og hverng hægt sé að sporna við honum. Fjármunirnir koma úr rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, og er til þriggja ára. Í útskýringu borgarinnar segir að styrkurinn sé veittur til verkefnisins Populism and Civic Engagement (PaCE), „sem miðar að því að greina tegundir og forsendur populisma og hvernig bæta megi gæði og framkvæmd lýðræðis til að sporna við uppgangi populisma í Evrópu.“ Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker, sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar, munu leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur. Auk þess segir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör í febrúar og sé samstarfsverkefni níu evrópskra stofnana og fyrirtækja; Manchester Metropolitan University, Technische Universitat Dresden, Paris Lodron Universtitat Salzburg, Centre for Liberal Strategies Foundation í Búlgaríu, Trilateral Research á Írlandi, Íbúar ses og The Democratic Society í Brussel.Búsáhaldabyltingin popúlísk afurð Nánar upplýsingar um verkefnið, eins og þær eru kynntar af Reykjavíkurborg, má sjá hér að neðan:Um alla Evrópu hafa sprottið upp pólitískar hreyfingar sem gagnrýna frjálslynt lýðræði og fjölmenningu og mála svarta mynd af slíkri samfélagsgerð og kalla hana gæluverkefni forréttindahópa sem gangi ekki raunverulegra hagsmuna almennra borgara Slíkar hreyfingar eru af ýmsum toga og sumar þeirra endurspegla lögmætar áhyggjur almennings af auknum ójöfnuði og áskorunum sem tengjast innflytjendamálum. Aðrar hreyfingar eru skaðlegri og ala á tortryggni að því er virðist með það eitt að markmiði að sundra einingu og samkennd samfélaga. Áhrifa þessa gætir í Bretlandi og í Bandaríkjunum en einnig í Tyrklandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar.Á Íslandi varð til fjöldahreyfing (búsáhaldabyltingin) sem bar sum einkenni populisma en sem Íslendingar virkjuðu sem verkfæri til stjórnarskipta í átt að meiri frjálsræði, betra lýðræði, breytingum á stjórnarskrá og væntum ábyrgðum stjórnmálastéttar.PaCE verkefnið miðar að því að sporna gegn neikvæðum birtingarmyndum og áhrifum populisma, byggja á því sem læra má af jákvæðum dæmum og með því taka þátt í að byggja upp sterkari lýðræðislegan grundvöll fyrir borgara og stofnanir Evrópu. PaCE mun greina tegund, vöxt og afleiðingar evrópskra populistahreyfinga, bakgrunn þeirra, einkenni og samhengi og tengdar áskoranir við frjálslynt lýðræði í Evrópu. Þá mun PaCE þróa verkfæri og leiðir til að mæta áskorunum og gagnrýni á grundvelli samráðs, skilnings, rökræðu og gagnrýnnar hugsunar. Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur. Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Reykjavíkurborg er meðal þeirra sem hlutu rúmlega 400 milljón króna styrk á dögunum til rannsóknar á popúlisma og hverng hægt sé að sporna við honum. Fjármunirnir koma úr rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, og er til þriggja ára. Í útskýringu borgarinnar segir að styrkurinn sé veittur til verkefnisins Populism and Civic Engagement (PaCE), „sem miðar að því að greina tegundir og forsendur populisma og hvernig bæta megi gæði og framkvæmd lýðræðis til að sporna við uppgangi populisma í Evrópu.“ Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker, sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar, munu leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur. Auk þess segir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör í febrúar og sé samstarfsverkefni níu evrópskra stofnana og fyrirtækja; Manchester Metropolitan University, Technische Universitat Dresden, Paris Lodron Universtitat Salzburg, Centre for Liberal Strategies Foundation í Búlgaríu, Trilateral Research á Írlandi, Íbúar ses og The Democratic Society í Brussel.Búsáhaldabyltingin popúlísk afurð Nánar upplýsingar um verkefnið, eins og þær eru kynntar af Reykjavíkurborg, má sjá hér að neðan:Um alla Evrópu hafa sprottið upp pólitískar hreyfingar sem gagnrýna frjálslynt lýðræði og fjölmenningu og mála svarta mynd af slíkri samfélagsgerð og kalla hana gæluverkefni forréttindahópa sem gangi ekki raunverulegra hagsmuna almennra borgara Slíkar hreyfingar eru af ýmsum toga og sumar þeirra endurspegla lögmætar áhyggjur almennings af auknum ójöfnuði og áskorunum sem tengjast innflytjendamálum. Aðrar hreyfingar eru skaðlegri og ala á tortryggni að því er virðist með það eitt að markmiði að sundra einingu og samkennd samfélaga. Áhrifa þessa gætir í Bretlandi og í Bandaríkjunum en einnig í Tyrklandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar.Á Íslandi varð til fjöldahreyfing (búsáhaldabyltingin) sem bar sum einkenni populisma en sem Íslendingar virkjuðu sem verkfæri til stjórnarskipta í átt að meiri frjálsræði, betra lýðræði, breytingum á stjórnarskrá og væntum ábyrgðum stjórnmálastéttar.PaCE verkefnið miðar að því að sporna gegn neikvæðum birtingarmyndum og áhrifum populisma, byggja á því sem læra má af jákvæðum dæmum og með því taka þátt í að byggja upp sterkari lýðræðislegan grundvöll fyrir borgara og stofnanir Evrópu. PaCE mun greina tegund, vöxt og afleiðingar evrópskra populistahreyfinga, bakgrunn þeirra, einkenni og samhengi og tengdar áskoranir við frjálslynt lýðræði í Evrópu. Þá mun PaCE þróa verkfæri og leiðir til að mæta áskorunum og gagnrýni á grundvelli samráðs, skilnings, rökræðu og gagnrýnnar hugsunar. Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur.
Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent