Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 20:27 Alma Möller er heilbrigðisráðherra landsins. Vísir/Anton Brink Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. „Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“
Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira