Íbúar flýja fjölbýlishús í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda Félagsbústaða Sighvatur Jónsson skrifar 7. maí 2019 19:15 Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“