Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 21:30 Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn Óla Jóns Hertervig skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03