Svik og prettir hf. Hilmar Harðarson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun