Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar 30. júní 2025 11:31 Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun