Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon og Gunnar Alexander Ólafsson skrifa 1. júlí 2025 10:32 Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar