Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 23:03 Sendibíll mannsins fluttur á brott eftir að hann var handtekinn í október. Vísir/Getty Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30