SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Formenn Eflingar og VR, Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson, ræða málin í gær. Fréttablaðið/Anton „Okkur hefði ekkert fundist óeðlilegt að viðsemjendur okkar tækju tillit til þessarar gríðarlega viðkvæmu stöðu. Ef WOW fellur, þá er það auðvitað svakalegt högg fyrir greinina sem nú þegar er í vandræðum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður segir að það væri ábyrgðarlaust að semja um einhverjar launahækkanir á þessum tímapunkti. „Ég heyri miklar áhyggjur félagsmanna í öllum geirum greinarinnar úti um allt land. Þótt verkföllin séu bundin við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur þetta áhrif á alla.“ SAF hafa reiknað út að kostnaður við hvern dag í verkfalli sé um 250 milljónir króna. „Þá erum við bara að tala um þessi fyrirtæki sem verða fyrir aðgerðunum með beinum hætti en ekki öll hliðaráhrifin,“ segir Bjarnheiður. Þau hótel sem verkföllin ná til hafa lokað fyrir bókanir á þeim dögum sem aðgerðirnar taka til. Hins vegar er hægt að bóka herbergi á ýmsum minni hótelum og í heimagistingu. Þá hafa rútufyrirtæki fellt niður ýmsar ferðir sem venjulega eru í boði. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, segir að komi til tveggja sólarhringa verkfalls muni það auðvitað flækja hlutina. „En við höfum enga kosti. Gestirnir eru hér á landinu og við setjum þá ekki á götuna. Ég vona að það sé ekki markmið neinna.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan Hús atvinnulífsins á dögunum.vísir/vilhelmHann segir að nú sé verið að fara yfir það hvort skerða þurfi þjónustuna enn frekar frá síðasta verkfalli. „Við reynum að draga úr inn- og útritun á þessum dögum. Það er mesta vinnan í kringum það og við reynum að forðast það bara. Það var þokkalega bókað þessa daga en við verðum með færri gesti en vanalega,“ segir Kristófer. Bjarnheiður hefur ekki áhyggjur af hertri verkfallsvörslu sem boðuð hefur verið. „Okkar félagsmenn telja sig vera að fara eftir gildandi lögum og reglum þannig að ég held að menn óttist ekkert verkfallsvörsluna sem slíka.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þá óvissu sem sé uppi ekki eiga að þurfa að hafa þessi miklu áhrif á kjarasamninga. „Við losnum aldrei við að gera kjarasamninga fyrir okkar fólk. Ég hefði haldið miklu frekar að til að bregðast við mögulegum óvissuþáttum og óstöðugleika væri frekar hagur SA að ganga frá gerð kjarasamninga þannig að atvinnulífið sé ekki í einhverju limbói út af því.“ Hann segist farinn að hallast að því að kerfisbundið sé reynt að tefja fyrir gerð samninga. „Við vitum það að atvinnulífið græðir hvern dag sem laun eru ekki hækkuð á meðan launafólk tapar,“ segir Ragnar Þór. Eins og SA hafi unnið hingað til hafi hann ekki trú á því að samningsvilji þeirra aukist þótt verkfallsaðgerðum yrði frestað. „Við munum ekki taka afstöðu til endurskoðunar á aðgerðum fyrr en við höfum í það minnsta eitthvað til að taka afstöðu til. Þeir vita alveg hvar þeir geta lent þessu en við fáum ekki einu sinni umræður um launaliðinn. Það er staða sem verður ekki sett á herðar neinna nema þeirra sjálfra sem kvarta hvað mest yfir stöðunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsfélögum þar sem Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn í kjaraviðræðunum eftir margra mánaða samningafundi 26. mars 2019 18:30 Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni. 26. mars 2019 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
„Okkur hefði ekkert fundist óeðlilegt að viðsemjendur okkar tækju tillit til þessarar gríðarlega viðkvæmu stöðu. Ef WOW fellur, þá er það auðvitað svakalegt högg fyrir greinina sem nú þegar er í vandræðum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður segir að það væri ábyrgðarlaust að semja um einhverjar launahækkanir á þessum tímapunkti. „Ég heyri miklar áhyggjur félagsmanna í öllum geirum greinarinnar úti um allt land. Þótt verkföllin séu bundin við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur þetta áhrif á alla.“ SAF hafa reiknað út að kostnaður við hvern dag í verkfalli sé um 250 milljónir króna. „Þá erum við bara að tala um þessi fyrirtæki sem verða fyrir aðgerðunum með beinum hætti en ekki öll hliðaráhrifin,“ segir Bjarnheiður. Þau hótel sem verkföllin ná til hafa lokað fyrir bókanir á þeim dögum sem aðgerðirnar taka til. Hins vegar er hægt að bóka herbergi á ýmsum minni hótelum og í heimagistingu. Þá hafa rútufyrirtæki fellt niður ýmsar ferðir sem venjulega eru í boði. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, segir að komi til tveggja sólarhringa verkfalls muni það auðvitað flækja hlutina. „En við höfum enga kosti. Gestirnir eru hér á landinu og við setjum þá ekki á götuna. Ég vona að það sé ekki markmið neinna.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan Hús atvinnulífsins á dögunum.vísir/vilhelmHann segir að nú sé verið að fara yfir það hvort skerða þurfi þjónustuna enn frekar frá síðasta verkfalli. „Við reynum að draga úr inn- og útritun á þessum dögum. Það er mesta vinnan í kringum það og við reynum að forðast það bara. Það var þokkalega bókað þessa daga en við verðum með færri gesti en vanalega,“ segir Kristófer. Bjarnheiður hefur ekki áhyggjur af hertri verkfallsvörslu sem boðuð hefur verið. „Okkar félagsmenn telja sig vera að fara eftir gildandi lögum og reglum þannig að ég held að menn óttist ekkert verkfallsvörsluna sem slíka.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þá óvissu sem sé uppi ekki eiga að þurfa að hafa þessi miklu áhrif á kjarasamninga. „Við losnum aldrei við að gera kjarasamninga fyrir okkar fólk. Ég hefði haldið miklu frekar að til að bregðast við mögulegum óvissuþáttum og óstöðugleika væri frekar hagur SA að ganga frá gerð kjarasamninga þannig að atvinnulífið sé ekki í einhverju limbói út af því.“ Hann segist farinn að hallast að því að kerfisbundið sé reynt að tefja fyrir gerð samninga. „Við vitum það að atvinnulífið græðir hvern dag sem laun eru ekki hækkuð á meðan launafólk tapar,“ segir Ragnar Þór. Eins og SA hafi unnið hingað til hafi hann ekki trú á því að samningsvilji þeirra aukist þótt verkfallsaðgerðum yrði frestað. „Við munum ekki taka afstöðu til endurskoðunar á aðgerðum fyrr en við höfum í það minnsta eitthvað til að taka afstöðu til. Þeir vita alveg hvar þeir geta lent þessu en við fáum ekki einu sinni umræður um launaliðinn. Það er staða sem verður ekki sett á herðar neinna nema þeirra sjálfra sem kvarta hvað mest yfir stöðunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsfélögum þar sem Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn í kjaraviðræðunum eftir margra mánaða samningafundi 26. mars 2019 18:30 Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni. 26. mars 2019 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsfélögum þar sem Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn í kjaraviðræðunum eftir margra mánaða samningafundi 26. mars 2019 18:30
Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni. 26. mars 2019 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent