Segir WOW-höggið geta ýtt mörgum í þrot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 16:38 Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. Ásberg segir þó að gjaldþrot flugfélagsins hafi mjög takmörkuð áhrif á Nordic Visitor því starfsmenn fyrirtækisins hafi strax þegar fréttir tóku að spyrjast af rekstrarerfiðleikum WOW air unnið út frá því að allt gæti farið á versta veg hjá flugfélaginu. „Þetta hefur legið í loftinu. Þetta er búið að vera möguleiki lengi, í rauninni alveg í heilt ár,“ segir Ásberg sem hefur undirbúið og skipulagt rekstur fyrirtækisins með hliðsjón af því að WOW gæti farið í þrot. „Okkur fannst nú á tímabili vera fyrirséð að það sem fer hratt upp á það nú oft til að fara niður,“ segir Ásberg um flugfélagið. Hann hafi þó að sjálfsögðu bundið vonir við að stjórnendum WOW air tækist að rétta úr kútnum. Ásberg segir að væntanlega sé það eins með fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi að bókanir fyrir sumarið séu komnar í höfn. „Meirihlutinn af sölunni er kominn inn fyrir sumarið. Fyrirframgreiddur, staðfestur og bókaður.“ Ásberg bætir við að það sé aðeins lítill hluti af viðskiptavinum hans sem hafi stefnt að því að koma til landsins með WOW air en verið sé að ræða við það fólk og sannfæra um að finna nýtt flug. „Þeir sem eru að koma á allra næstu dögum munu kannski lenda í vandræðum. Við tökum hvert tilfelli fyrir sig. Við erum liðleg með það að gera að við endurbókum ferðina, færum dagsetningar til í þeim tilfellum sem það er hægt og við reynum alltaf að tryggja það að kúnninn verður ekki fyrir tjóni.“„Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“vísir/vilhelmWOW air hafi dregið til landsins ferðamenn sem dvelja skemur og eyði minna Ásberg segist sjálfur ekki taka eftir breyttu ferðamynstri hjá sínu ferðaþjónustufyrirtæki en viti til þess að almennt á Íslandi færist það í aukana að gestir stytti ferðir sínar. „Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“ Hann telur að tími lággjalda flugfargjalda sé liðinn. „Ég hugsa að mörgu leyti muni að þetta vera meira „sjokk“ fyrir þá sem eru að vinna mikið fyrir helgartúrismann sem er svolítið á Suðvesturhorninu. Þetta verður mjög þungt fyrir marga afþreyingaraðila á því svæði.“ Ásberg segist ekki vera sannfærður um að ástandið verði fljótt að jafna sig eftir gjaldþrot WOW air og ný flugfélög hlaupi í skarðið. „Ég held að það geti tekið nokkurn tíma fyrir ný flugfélög að stíga inn í þetta,“ segir Ásberg en það kæmi honum ekki á óvart ef flugfargjöld muni hækki og hafi áhrif á þann fjölda sem kemur til landsins. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Stóra verkefnið að „bjarga HM ferðaþjónustunnar“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. 28. mars 2019 12:36 Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. Ásberg segir þó að gjaldþrot flugfélagsins hafi mjög takmörkuð áhrif á Nordic Visitor því starfsmenn fyrirtækisins hafi strax þegar fréttir tóku að spyrjast af rekstrarerfiðleikum WOW air unnið út frá því að allt gæti farið á versta veg hjá flugfélaginu. „Þetta hefur legið í loftinu. Þetta er búið að vera möguleiki lengi, í rauninni alveg í heilt ár,“ segir Ásberg sem hefur undirbúið og skipulagt rekstur fyrirtækisins með hliðsjón af því að WOW gæti farið í þrot. „Okkur fannst nú á tímabili vera fyrirséð að það sem fer hratt upp á það nú oft til að fara niður,“ segir Ásberg um flugfélagið. Hann hafi þó að sjálfsögðu bundið vonir við að stjórnendum WOW air tækist að rétta úr kútnum. Ásberg segir að væntanlega sé það eins með fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi að bókanir fyrir sumarið séu komnar í höfn. „Meirihlutinn af sölunni er kominn inn fyrir sumarið. Fyrirframgreiddur, staðfestur og bókaður.“ Ásberg bætir við að það sé aðeins lítill hluti af viðskiptavinum hans sem hafi stefnt að því að koma til landsins með WOW air en verið sé að ræða við það fólk og sannfæra um að finna nýtt flug. „Þeir sem eru að koma á allra næstu dögum munu kannski lenda í vandræðum. Við tökum hvert tilfelli fyrir sig. Við erum liðleg með það að gera að við endurbókum ferðina, færum dagsetningar til í þeim tilfellum sem það er hægt og við reynum alltaf að tryggja það að kúnninn verður ekki fyrir tjóni.“„Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“vísir/vilhelmWOW air hafi dregið til landsins ferðamenn sem dvelja skemur og eyði minna Ásberg segist sjálfur ekki taka eftir breyttu ferðamynstri hjá sínu ferðaþjónustufyrirtæki en viti til þess að almennt á Íslandi færist það í aukana að gestir stytti ferðir sínar. „Það verður að viðurkennast að ódýr fluggjöld eins og WOW air hefur verið að bjóða dregur frekar að sér ferðamenn sem dvelja skemur og eyða minna.“ Hann telur að tími lággjalda flugfargjalda sé liðinn. „Ég hugsa að mörgu leyti muni að þetta vera meira „sjokk“ fyrir þá sem eru að vinna mikið fyrir helgartúrismann sem er svolítið á Suðvesturhorninu. Þetta verður mjög þungt fyrir marga afþreyingaraðila á því svæði.“ Ásberg segist ekki vera sannfærður um að ástandið verði fljótt að jafna sig eftir gjaldþrot WOW air og ný flugfélög hlaupi í skarðið. „Ég held að það geti tekið nokkurn tíma fyrir ný flugfélög að stíga inn í þetta,“ segir Ásberg en það kæmi honum ekki á óvart ef flugfargjöld muni hækki og hafi áhrif á þann fjölda sem kemur til landsins.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Stóra verkefnið að „bjarga HM ferðaþjónustunnar“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. 28. mars 2019 12:36 Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Stóra verkefnið að „bjarga HM ferðaþjónustunnar“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. 28. mars 2019 12:36
Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31