Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 07:00 Nemendur skólans eru á aldrinum 6 til 12 ára. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira