Tugmilljónir í bætur við Arnarker og í Reykjadal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. mars 2019 08:30 Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur, sagðimarkaðs- og menningarnefndar Ölfuss í nóvember um Arnarker. GUÐMUNDUR BRYNJAR ÞORSTEINSSON Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira