Ferðamenn lentu í miklum ógöngum eftir að hafa fylgt GPS-tæki framhjá tveimur lokunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:34 Frá Hrafnseyrarheiði. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“ Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“
Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira