Starfsemi stærstu hótela og rútufyrirtækja myndi lamast Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 20:00 Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent