Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 12:58 Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. Vísir/EPA Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira