Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 18:03 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur vonast til að Samtök atvinnulífsins setjist fljótt niður með forsvarsmönnum verkalýðisfélaga hjá Ríkissáttasemjara. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira