Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 16:46 Klettaskóli er í Suðurhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira