Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:16 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar ömmu Catherine Streng með sér út á Atlantshafið. Catherine Streng Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019 Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira