Viðskiptavinir Trump fá bitlinga frá forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 13:45 Þrátt fyrir há gjöld getur það borgað sig að vera meðlimur í klúbbum Trump eins og Mar-a-Lago. Þar fá félagar reglulega aðgang að forsetanum og sumir eru jafnvel tilnefndir í embætti. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira