Svarið við ófærð að fá vélsleðamenn á hótelið Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2019 20:30 Hópur vélsleðamanna framan við Hótel Djúpavík. Mynd/Hótel Djúpavík. Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Djúpavík er þekktust fyrir gömlu síldarverksmiðjuna, sem starfrækt var til ársins 1956. En fyrst viljum við fá á hreint hvernig heimamenn beygja nafnið. -Segið þið „í Djúpavík“ eða „í Djúpuvík“? „Djúpavík“ svarar Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Frá Djúpavík. Síldaverksmiðjan fjær. Hótelið er í rauða húsinu næst, kvennabragganum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Ásbjörn fluttu þangað árið 1985 og breyttu fljótlega kvennabragganum í hótel, sem jafnframt hefur verið þeirra heimili. „Við erum í herbergi númer eitt. Svo var dóttir okkar í herbergi númer tvö, yngri sonurinn í herbergi þrjú og eldri sonurinn í herbergi fjögur,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Frægð Djúpavíkur jókst eftir að Hrafn Gunnlaugsson tók upp myndina „Blóðrautt sólarlag“ árið 1976 en svo kom Hollywood. „Það var verið að taka Justice League hérna fyrir tveimur árum og svo hafa Sigurrós haldið hérna tónleika,“ nefnir Eva en þau hafa hýst meðal annarra leikarann Viggo Mortensen.Þetta norska skemmtiferðaskip kom tvisvar til Djúpavíkur í fyrrasumar.Mynd/Hótel Djúpavík.Og nú er þetta fræga eyðiþorp orðið fjölmennasti vinnustaður Árneshrepps og vekur kannski von um að byggðin eigi sér framtíð. Á sumrin eru allt að tólf starfsmenn á hótelinu en fjórir yfir veturinn. „Við eigum þvílíka mergð af fastagestum, sem koma hérna ár eftir ár, eða annaðhvert ár, - alveg heilu fjölskyldurnar, - aftur og aftur,“ segir Ásbjörn.Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En eru ferðamenn að koma meira og minna allt árið? „Þegar er opinn vegurinn þá kemur fólk,“ svarar Eva. Vandinn er að núna um miðjan febrúar er ófært en reglur Vegagerðarinnar segja að ekki eigi að moka fyrr en eftir 20. mars. „Í raun og veru geri ég ekki annað en að hafna ferðamönnum um að koma hingað á veturna út af vegasamgöngum,“ segir Magnús Karl Pétursson, tengdasonur þeirra Evu og Ásbjörns, sem tekinn er við sem hótelstjóri.Magnús Karl Pétursson hótelstjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau hafa brugðist við með því að gera út á vélsleðamenn. „Þeir koma þá yfir fjallið frá Hólmavík. Við sjáum um að hýsa þá og gefa þeim að borða og drekka. Svo förum við með þá daginn eftir upp á jökul og norður fyrir. Þetta hefur alveg slegið í gegn,“ segir Magnús en þau fengu í fyrravetur 180 manns á sleðum. Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. 5. febrúar 2019 10:31 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Djúpavík er þekktust fyrir gömlu síldarverksmiðjuna, sem starfrækt var til ársins 1956. En fyrst viljum við fá á hreint hvernig heimamenn beygja nafnið. -Segið þið „í Djúpavík“ eða „í Djúpuvík“? „Djúpavík“ svarar Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Frá Djúpavík. Síldaverksmiðjan fjær. Hótelið er í rauða húsinu næst, kvennabragganum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Ásbjörn fluttu þangað árið 1985 og breyttu fljótlega kvennabragganum í hótel, sem jafnframt hefur verið þeirra heimili. „Við erum í herbergi númer eitt. Svo var dóttir okkar í herbergi númer tvö, yngri sonurinn í herbergi þrjú og eldri sonurinn í herbergi fjögur,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Frægð Djúpavíkur jókst eftir að Hrafn Gunnlaugsson tók upp myndina „Blóðrautt sólarlag“ árið 1976 en svo kom Hollywood. „Það var verið að taka Justice League hérna fyrir tveimur árum og svo hafa Sigurrós haldið hérna tónleika,“ nefnir Eva en þau hafa hýst meðal annarra leikarann Viggo Mortensen.Þetta norska skemmtiferðaskip kom tvisvar til Djúpavíkur í fyrrasumar.Mynd/Hótel Djúpavík.Og nú er þetta fræga eyðiþorp orðið fjölmennasti vinnustaður Árneshrepps og vekur kannski von um að byggðin eigi sér framtíð. Á sumrin eru allt að tólf starfsmenn á hótelinu en fjórir yfir veturinn. „Við eigum þvílíka mergð af fastagestum, sem koma hérna ár eftir ár, eða annaðhvert ár, - alveg heilu fjölskyldurnar, - aftur og aftur,“ segir Ásbjörn.Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En eru ferðamenn að koma meira og minna allt árið? „Þegar er opinn vegurinn þá kemur fólk,“ svarar Eva. Vandinn er að núna um miðjan febrúar er ófært en reglur Vegagerðarinnar segja að ekki eigi að moka fyrr en eftir 20. mars. „Í raun og veru geri ég ekki annað en að hafna ferðamönnum um að koma hingað á veturna út af vegasamgöngum,“ segir Magnús Karl Pétursson, tengdasonur þeirra Evu og Ásbjörns, sem tekinn er við sem hótelstjóri.Magnús Karl Pétursson hótelstjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau hafa brugðist við með því að gera út á vélsleðamenn. „Þeir koma þá yfir fjallið frá Hólmavík. Við sjáum um að hýsa þá og gefa þeim að borða og drekka. Svo förum við með þá daginn eftir upp á jökul og norður fyrir. Þetta hefur alveg slegið í gegn,“ segir Magnús en þau fengu í fyrravetur 180 manns á sleðum.
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. 5. febrúar 2019 10:31 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. 5. febrúar 2019 10:31
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00