600 nemendur í dýrasta skóla Reykjanesbæjar Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:30 Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira