Hundur slátraði hænum fjölskyldu í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2019 19:30 Drengurinn var nýkominn heim úr skóla þegar hann kom að hænsnahúsinu. Aðkoman var vægast sagt skelfileg. Svava Ástudóttir Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar. Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar.
Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira