Elísabet Ýr sýknuð í meiðyrðamáli Bjarna Hilmars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 13:36 Bjarni Hilmar Jónsson stefndi Elísabetu Ýr fyrir það sem hann taldi ærumeiðandi ummæi. Héraðsdómari var ekki á sama máli. visir/hanna Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15
Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04