Elísabet Ýr sýknuð í meiðyrðamáli Bjarna Hilmars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 13:36 Bjarni Hilmar Jónsson stefndi Elísabetu Ýr fyrir það sem hann taldi ærumeiðandi ummæi. Héraðsdómari var ekki á sama máli. visir/hanna Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15
Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent