Dauðsföll og ringulreið í Þýskalandi og Austurríki vegna snjóþyngsla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2019 23:30 Hermenn losa snjó af þaki grunnskóla í Bæjaralandi. vísir/epa Hátt viðbúnaðarstig er nú á Alpasvæðum Þýskalands og Austurríkis vegna gríðarlegra snjóþyngsla en að minnsta kosti tólf hafa látist vegna veðursins. Á meðal hinna látnu er níu ára gamall drengur sem lést þegar tré féll á hann í bænum Aying, skammt frá München, í gær. Þá létust tveir Þjóðverjar í snjóflóði í austurrísku Ölpunum um liðna helgi en aðrir sem hafa látist hafa dáið í bílslysum eða þegar tré hafa fallið á þá. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið hafa hermenn verið kallaðir út, bæði í Austurríki og Þýskalandi, til að aðstoða almenning. 300 hermenn voru þannig sendir til þriggja sýslna í Bæjaralandi í dag þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna snjósins. Aðstoðuðu hermennirnir viðbragðsaðila við að fjarlægja snjó af húsþökum þar sem óttast var að þökin myndu gefa eftir undan þyngslunum. Þá voru skólar lokaðir í dag og lestarferðir lágu niðri þar sem teinarnir voru ófærir. Þá var hátt í 100 flugum aflýst í München í dag. Samkvæmt veðurspám á að snjóa meira á svæðunum um helgina en fjöldi Íslendinga er staddur í München til að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu keppa á HM. Austurríki Veður Þýskaland Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Hátt viðbúnaðarstig er nú á Alpasvæðum Þýskalands og Austurríkis vegna gríðarlegra snjóþyngsla en að minnsta kosti tólf hafa látist vegna veðursins. Á meðal hinna látnu er níu ára gamall drengur sem lést þegar tré féll á hann í bænum Aying, skammt frá München, í gær. Þá létust tveir Þjóðverjar í snjóflóði í austurrísku Ölpunum um liðna helgi en aðrir sem hafa látist hafa dáið í bílslysum eða þegar tré hafa fallið á þá. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið hafa hermenn verið kallaðir út, bæði í Austurríki og Þýskalandi, til að aðstoða almenning. 300 hermenn voru þannig sendir til þriggja sýslna í Bæjaralandi í dag þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna snjósins. Aðstoðuðu hermennirnir viðbragðsaðila við að fjarlægja snjó af húsþökum þar sem óttast var að þökin myndu gefa eftir undan þyngslunum. Þá voru skólar lokaðir í dag og lestarferðir lágu niðri þar sem teinarnir voru ófærir. Þá var hátt í 100 flugum aflýst í München í dag. Samkvæmt veðurspám á að snjóa meira á svæðunum um helgina en fjöldi Íslendinga er staddur í München til að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu keppa á HM.
Austurríki Veður Þýskaland Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira