Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:00 Ein af myndunum sem Friðrik birti á Facebook-síðu sinni en hún er tekin á Geysissvæðinu. friðrik brekkan Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira