Álfurinn í Kópavogi hættur sölu á sígarettum Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2019 22:06 Nikótínþurfandi Kópavogsbúar þurfa að leita annað en í Álfinn til að finna sér tóbak. Skjáskot/Facebook/Tómas Guðbjartsson Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks. Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks.
Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira