Fyrrverandi umsjónarmaður Rússarannsóknarinnar ætlar að hætta Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 14:01 Rosenstein hefur mátt þola harðar árásir Trump forseta vegna Rússarannsóknarinnar sem hann hafði lengi umsjón með. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómamálaráðherra Bandaríkjanna sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni svonefndu, er sagður ætla að láta af störfum þegar nýr dómamálaráðherra tekur við á næstu vikum. Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Rosenstein harðlega en ákvörðun hans nú er sögð hafa verið af fúsum og frjálsum vilja. Þegar Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að koma nálægt rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2017 féll það í skaut Rosenstein að hafa umsjón með henni. Trump forseti hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og beint bræði sinni að Rosenstein sem hann skipaði þó sjálfur í embættið. Forsetinn rak Sessions daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Í stað hans hefur Trump tilnefnt William Barar, fyrrverandi dómsmálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush. Útlit er fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings taki tilnefningu hans fyrir í næstu viku.Reuters-fréttastofan segir að Rosenstein undirbúi nú að láta af embætti sínu þegar Barr tekur við. Hann muni þó verða Barr innan handar fyrst um sinn til að tryggja að hann geti tekið við embætti vel og örugglega. Búist er við því að demókratar á þingi geri harða hríð að Barr sem hefur lýst efasemdum um rannsóknina á forsetaframboði Trump. Barr tekur við umsjón rannsóknarinnar þegar hann tekur við embættinu. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að brotthvarf Rosenstein sé ekki að undirlagi Trump forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómamálaráðherra Bandaríkjanna sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni svonefndu, er sagður ætla að láta af störfum þegar nýr dómamálaráðherra tekur við á næstu vikum. Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Rosenstein harðlega en ákvörðun hans nú er sögð hafa verið af fúsum og frjálsum vilja. Þegar Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að koma nálægt rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2017 féll það í skaut Rosenstein að hafa umsjón með henni. Trump forseti hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og beint bræði sinni að Rosenstein sem hann skipaði þó sjálfur í embættið. Forsetinn rak Sessions daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Í stað hans hefur Trump tilnefnt William Barar, fyrrverandi dómsmálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush. Útlit er fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings taki tilnefningu hans fyrir í næstu viku.Reuters-fréttastofan segir að Rosenstein undirbúi nú að láta af embætti sínu þegar Barr tekur við. Hann muni þó verða Barr innan handar fyrst um sinn til að tryggja að hann geti tekið við embætti vel og örugglega. Búist er við því að demókratar á þingi geri harða hríð að Barr sem hefur lýst efasemdum um rannsóknina á forsetaframboði Trump. Barr tekur við umsjón rannsóknarinnar þegar hann tekur við embættinu. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að brotthvarf Rosenstein sé ekki að undirlagi Trump forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55
Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37