Bæjarstjórinn segir mjög gott hljóð í íbúum Árborgar vegna alþjóðaflugvallar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur
Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira