Íslendingur slapp naumlega í ógnvænlegu bílslysi í Liverpool Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Aníka stóð á þessum gatnamótum þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. Skjáskot úr öryggismyndavél Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira