Jólasveinar í skegg- og hársnyrtingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 18:45 Jólasveinar mættu í skegg- og hársnyrtingu og veittu Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna í styrk. Vísir/JóhannK Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira