Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2018 22:59 Trump var ekki sáttur þegar Pelosi (t.v.) kallaði mögulega lokun alríkisstjórnarinnar Trump-lokun. Mike Pence, varaforseti, sat þögull hjá. Vísir/ap Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. Forsetinn sagðist stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar tímabundið til að knýja á um fjármögnun múrsins en bygging hans var eitt af aðalkosningaloforðum Trumps. Rifrildið átti sér stað frammi fyrir blaðamönnum og myndatökumönnum en á upptöku má sjá Bandaríkjaforseta eiga snörp orðaskipti við Chuck Schumer leiðtoga demókrata í öldungardeild þingsins og Nancy Pelosi leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, um fjármögnun veggjarins. „Ef við fáum ekki það sem við viljum, með einum eða öðrum hætti – hvort sem það er í gegnum ykkur, í gegnum herinn, í gegnum hvað sem er, þá mun ég loka öllum stofnunum alríkisstjórnarinnar“. Schumer sagði þá að það væri óábyrgt útspil vegna ágreinings við demókrata að því er Reuters greinir frá. „Ég myndi stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar til að tryggja örugg landamæri, Chuck, vegna þess að fólkið í þessu landi vill ekki glæpamenn og fólk sem glímir við vandamál og eitulyfjafíkn rigni inn í landið,“ sagði Trump. Í kosningabaráttunni árið 2016 hét Trump því að múrinn yrði reistur og ennfremur að stjórnvöld í Mexíkó myndu fjármagna hann að fullu. Fundurinn stóð ekki yfir lengi en Sarah Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að á fundinum hefði farið fram uppbyggileg umræða og að Trump væri þakklátur fyrir að það hefði náðst á myndband þegar hann barðist fyrir því að vernda landamærin. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. Forsetinn sagðist stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar tímabundið til að knýja á um fjármögnun múrsins en bygging hans var eitt af aðalkosningaloforðum Trumps. Rifrildið átti sér stað frammi fyrir blaðamönnum og myndatökumönnum en á upptöku má sjá Bandaríkjaforseta eiga snörp orðaskipti við Chuck Schumer leiðtoga demókrata í öldungardeild þingsins og Nancy Pelosi leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, um fjármögnun veggjarins. „Ef við fáum ekki það sem við viljum, með einum eða öðrum hætti – hvort sem það er í gegnum ykkur, í gegnum herinn, í gegnum hvað sem er, þá mun ég loka öllum stofnunum alríkisstjórnarinnar“. Schumer sagði þá að það væri óábyrgt útspil vegna ágreinings við demókrata að því er Reuters greinir frá. „Ég myndi stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar til að tryggja örugg landamæri, Chuck, vegna þess að fólkið í þessu landi vill ekki glæpamenn og fólk sem glímir við vandamál og eitulyfjafíkn rigni inn í landið,“ sagði Trump. Í kosningabaráttunni árið 2016 hét Trump því að múrinn yrði reistur og ennfremur að stjórnvöld í Mexíkó myndu fjármagna hann að fullu. Fundurinn stóð ekki yfir lengi en Sarah Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að á fundinum hefði farið fram uppbyggileg umræða og að Trump væri þakklátur fyrir að það hefði náðst á myndband þegar hann barðist fyrir því að vernda landamærin.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira