Sakaður um stórfelldar ærumeiðingar um fyrrverandi á Facebook og víðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 11:30 Maðurinn er sakaður um að hafa dreift myndum af fyrrverandi kærustu sinni. Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2016. Er karlmaðurinn sagður hafa sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Um er að ræða þrjú tilfelli en í öllum tilfellum er um að ræða brot á Internetinu þar sem karlmaðurinn birti myndir og ummæli af konunni. Maðurinn nafngreindi konuna í sumum tilfellum. 1. Með því að hafa skrifað eftirfarandi ummæli við mynd af konunni sem birt var í Facebook-hópi: „Hvað er þessi frammhjáhalds vændiskona að gera á fundi []. Feminissti sem rukkar menn fyrir mjög lélegt kynlíf og kugar svo þessa menn.“ 2. Með því að hafa í september það ár sett andlitsmynd af konunni inn á vefsíðu þar sem nektarmyndum er deilt án leyfis og skrifað eftirfarandi texta: „Litil kinky og ráðvilt hóra. Eiga margir myndir? Fann sima með þessum myndum. Hún seldi sig fyrir 10 þus.“ 3. Með því að hafa sett þrjár myndir af konunni inn á sömu síðu sem karlmaðurinn tók af henni þegar þau voru í sambandi og sýndu konuna fáklædda og skrifaði eftirfarandi texta undir tvær myndanna: „Eg stal handa okkur myndum af þessari [] melluni sem er í [] or som. Hun er vist svaka dráttur. Deepthrot og allur pakkin. Hard anal og allt. Rukkar yfir leit bara 20 fyrir allt. Hun var að með gaur sem eg þeki og seldi sig regluleva og sagði svo að srr hafi verið nauðgað ... bellað lið þarna handan gangana :D““ Töluvert hefur verið fjallað um fyrrnefnda hrelliklámsíðu í fjölmiðlum undanfarin ár. Þar hafa notendur meðal annars deilt kynferðislegum myndum og myndskeiðum auk þess að óska eftir þeim. Vefsíðan hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni í lengri tíma vegna refsiverðra myndbirtinga. Þess er krafist að karlmaðurinn verðir dæmdur til refsingar og til að greiða konunni 2,5 milljónir í miskabætur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttin var uppfærð klukkan 13 og nafn hrelliklámsíðunnar fjarlægt. Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2016. Er karlmaðurinn sagður hafa sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Um er að ræða þrjú tilfelli en í öllum tilfellum er um að ræða brot á Internetinu þar sem karlmaðurinn birti myndir og ummæli af konunni. Maðurinn nafngreindi konuna í sumum tilfellum. 1. Með því að hafa skrifað eftirfarandi ummæli við mynd af konunni sem birt var í Facebook-hópi: „Hvað er þessi frammhjáhalds vændiskona að gera á fundi []. Feminissti sem rukkar menn fyrir mjög lélegt kynlíf og kugar svo þessa menn.“ 2. Með því að hafa í september það ár sett andlitsmynd af konunni inn á vefsíðu þar sem nektarmyndum er deilt án leyfis og skrifað eftirfarandi texta: „Litil kinky og ráðvilt hóra. Eiga margir myndir? Fann sima með þessum myndum. Hún seldi sig fyrir 10 þus.“ 3. Með því að hafa sett þrjár myndir af konunni inn á sömu síðu sem karlmaðurinn tók af henni þegar þau voru í sambandi og sýndu konuna fáklædda og skrifaði eftirfarandi texta undir tvær myndanna: „Eg stal handa okkur myndum af þessari [] melluni sem er í [] or som. Hun er vist svaka dráttur. Deepthrot og allur pakkin. Hard anal og allt. Rukkar yfir leit bara 20 fyrir allt. Hun var að með gaur sem eg þeki og seldi sig regluleva og sagði svo að srr hafi verið nauðgað ... bellað lið þarna handan gangana :D““ Töluvert hefur verið fjallað um fyrrnefnda hrelliklámsíðu í fjölmiðlum undanfarin ár. Þar hafa notendur meðal annars deilt kynferðislegum myndum og myndskeiðum auk þess að óska eftir þeim. Vefsíðan hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni í lengri tíma vegna refsiverðra myndbirtinga. Þess er krafist að karlmaðurinn verðir dæmdur til refsingar og til að greiða konunni 2,5 milljónir í miskabætur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttin var uppfærð klukkan 13 og nafn hrelliklámsíðunnar fjarlægt.
Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira