Heimsmeistaraeinvígið í bráðabana eftir umdeilda ákvörðun Carlsen Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 21:11 Heimsmeistarinn Carlsen tók ákvörðun sem hefur vekið furðu meðal skákheimsins. EPA/ Facundo Arrizabalaga Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan. Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira