„Þetta er til háborinnar skammar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 10:15 Ökumaðurinn spændi upp mosann. Mynd/Skjáskot. „Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
„Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06
Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51
Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15