Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2018 16:18 Vel fór á með Merkel Þýskalandskanslara og Macron Frakklandsforseta. Síður með Trump og leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent