Norðmenn mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingalöggjöf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 16:30 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AP Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04