Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Trump forseti þegar hann tilkynnti að hann hygðist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2020. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira