Megn ólykt frá skólpi sem stendur í pollum Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Aukinn fjöldi ferðamanna ástæða ástandsins í Skaftafelli. Fréttablaðið/Vilhelm Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent