„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2018 12:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir „Það er alveg ljóst að Már Guðmundsson hefur farið mjög illa með það vald sem honum hefur verið trúað fyrir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja en fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál var í gær dæmd ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Þorsteinn Már segir að brugðist verði við niðurstöðu Hæstaréttar á einhvern máta. „Már eins og aðrir starfsmenn Seðlabankans hafa borið rangar sakargiftir á þónokkuð marga einstaklinga. Þar með talið mig,“ segir Þorsteinn. Hann hefur farið yfir málið með lögmönnum sínum og telur Má hafa gerst sekan um refsiverða háttsemi. „Það er í sjálfu sér refsivert og að mati lögmanna okkar að það yrði skýr niðurstaða í því máli. Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi.“ Hann segir það verra að starfsmenn Seðlabankans hafi fengið að starfa óáreittir í skjóli bankaráðs Seðlabankans. „Þetta er ekkert einsdæmi þetta mál. Við getum til dæmis nefnt Aserta málið og fleiri mál þar sem að menn hafa misbeitt valdi á refsiverðan hátt,“ segir Þorsteinn. „Núna þarf bankaráð að bera ábyrgð. Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka íslands sem er á leið í fangelsi.“Fréttastofa leitaði viðbragða Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum bankans er Már Guðmundsson seðlabankastjóri erlendis og ekki brugðist við að svo stöddu. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Már Guðmundsson hefur farið mjög illa með það vald sem honum hefur verið trúað fyrir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja en fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál var í gær dæmd ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Þorsteinn Már segir að brugðist verði við niðurstöðu Hæstaréttar á einhvern máta. „Már eins og aðrir starfsmenn Seðlabankans hafa borið rangar sakargiftir á þónokkuð marga einstaklinga. Þar með talið mig,“ segir Þorsteinn. Hann hefur farið yfir málið með lögmönnum sínum og telur Má hafa gerst sekan um refsiverða háttsemi. „Það er í sjálfu sér refsivert og að mati lögmanna okkar að það yrði skýr niðurstaða í því máli. Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi.“ Hann segir það verra að starfsmenn Seðlabankans hafi fengið að starfa óáreittir í skjóli bankaráðs Seðlabankans. „Þetta er ekkert einsdæmi þetta mál. Við getum til dæmis nefnt Aserta málið og fleiri mál þar sem að menn hafa misbeitt valdi á refsiverðan hátt,“ segir Þorsteinn. „Núna þarf bankaráð að bera ábyrgð. Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka íslands sem er á leið í fangelsi.“Fréttastofa leitaði viðbragða Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum bankans er Már Guðmundsson seðlabankastjóri erlendis og ekki brugðist við að svo stöddu.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16