Fíkniefnasveit tekur til starfa á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2018 10:00 Fjölmenni sótti íbúafundinn í Hótel Seflossi í gærkvöldi þar sem fíkniefnamál voru til umræðu og staðan í málaflokknum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana. Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana.
Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56