Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 15:32 Lögreglumenn í Pittsburgh Vísir/EPA Skotið var á gesti Tree of Life bænahúsinu í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. CBS segir það staðfest að átta hafi látist í árásinni. Árásarmaðurinn, sem hefur eingöngu verið lýst sem hvítum skeggjuðum karlmanni, var handtekinn af lögreglu í kringum klukkan 15:30 á íslenskum tíma. Lögregluforinginn Jason Lando hvatti íbúa Squirrel Hill hverfisins til að halda sig innandyra, ástandið væri óöruggt. Lögreglan í Pittsburgh hafði klukkan 14:34 tilkynnt um byssumann á svæðinu í kringum Wilkins breiðgötuna og Shady breiðgötuna en þar er Tree of Life bænahúsið að finna.NBC segir að 12 manns hafi orðið fyrir skoti þar með taldir nokkrir lögreglumenn. Samkvæmt KDKA, útibúi CBS í Pittsburgh, mun maðurinn hafa gengið inn í bænahúsið og æpt „Allir gyðingar verða að deyja“. Þegar lögreglu bar að garði hóf maðurinn að skjóta á þá. Í kúlnahríðinni á maðurinn að hafa særst og eftir viðræður við lögreglumenn gaf hann sig fram og var handtekinn. Mikill fjöldi íbúa Squirrel Hill hverfisins aðhyllast gyðingdóm og var árásin gerð á sama tíma og bænastund átti að hefjast í Tree of Life. Donald Trump Bandaríkjaforseti bað guð um að blessa alla í Pittsburgh og hvatti líkt og Lando fólk til að halda sig heima fyrir.Watching the events unfolding in Pittsburgh, Pennsylvania. Law enforcement on the scene. People in Squirrel Hill area should remain sheltered. Looks like multiple fatalities. Beware of active shooter. God Bless All! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2018Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Skotið var á gesti Tree of Life bænahúsinu í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. CBS segir það staðfest að átta hafi látist í árásinni. Árásarmaðurinn, sem hefur eingöngu verið lýst sem hvítum skeggjuðum karlmanni, var handtekinn af lögreglu í kringum klukkan 15:30 á íslenskum tíma. Lögregluforinginn Jason Lando hvatti íbúa Squirrel Hill hverfisins til að halda sig innandyra, ástandið væri óöruggt. Lögreglan í Pittsburgh hafði klukkan 14:34 tilkynnt um byssumann á svæðinu í kringum Wilkins breiðgötuna og Shady breiðgötuna en þar er Tree of Life bænahúsið að finna.NBC segir að 12 manns hafi orðið fyrir skoti þar með taldir nokkrir lögreglumenn. Samkvæmt KDKA, útibúi CBS í Pittsburgh, mun maðurinn hafa gengið inn í bænahúsið og æpt „Allir gyðingar verða að deyja“. Þegar lögreglu bar að garði hóf maðurinn að skjóta á þá. Í kúlnahríðinni á maðurinn að hafa særst og eftir viðræður við lögreglumenn gaf hann sig fram og var handtekinn. Mikill fjöldi íbúa Squirrel Hill hverfisins aðhyllast gyðingdóm og var árásin gerð á sama tíma og bænastund átti að hefjast í Tree of Life. Donald Trump Bandaríkjaforseti bað guð um að blessa alla í Pittsburgh og hvatti líkt og Lando fólk til að halda sig heima fyrir.Watching the events unfolding in Pittsburgh, Pennsylvania. Law enforcement on the scene. People in Squirrel Hill area should remain sheltered. Looks like multiple fatalities. Beware of active shooter. God Bless All! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2018Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira