Sakar borgarstjóra um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög eru reiknuð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 19:55 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki lengur greina muninn á Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir vísar ásökunum á bug og segir að það sé leiðigjarnt að horfa upp á borgarfulltrúa slá ódýrar og pólitískar keilur. Hún hlakki til að vinna með tillöguna í borgarráði. FBL/sigtryggur Ari Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira