Telur að gallamálum í nýbyggingum muni fjölga Höskuldur Kári Schram og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 30. september 2018 21:00 Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna. Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna.
Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira