Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. september 2018 13:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“ Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00