Fyrrverandi kosningastjóri Trump sagður semja við saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 11:14 Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump. Vísir/Getty Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24