Bjóða Sigríði Andersen þúsund evrur fyrir að segja af sér Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2018 22:01 Ungir jafnaðarmenn segja í yfirlýsingunni að þeir telji það vera ódýrara að greiða henni þúsund evrur fyrir að segja af sér frekar en að hún sitji áfram í embætti, og nefna Landsréttarmálið í því samhengi. Facebook Ungir jafnaðarmenn bjóðast til þess að greiða Sigríði Á. Andersen þúsund evrur fyrir að fara úr embætti dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í kvöld. Í tilkynningunni segir að í ljósi nýrrar tilkynningar dómsmálaráðherra um nýja reglugerð sem heimilar stjórnvöldum að greiða hælisleitendum fyrir það að fara úr landi hafi Ungir jafnaðarmenn ályktað um afsögn hennar. Reglugerðin sem um ræðir er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún gæti sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.Ungir jafnaðarmenn.Vísir/Berglind Petra Garðarsdóttir.Segja ráðherra nýta sér viðkvæma stöðu hælisleitenda Þá segja Ungir jafnaðarmenn Íslendinga ekki veita nógu mörgu flóttafólki hæli og segja reglugerðina vera forkastanlega leið til að „firra stjórnvöldum mannúðlegri ábyrgð“. „Ráðherra á ekki að nýta sér viðkvæma stöðu fólks og bjóða þeim peninga gegn því að þau afsali sér mannréttindum sínum. Því vilja Ungir jafnaðarmenn bjóða Sigríði 1000 evrur, sömu upphæð og hælisleitendum, fyrir að segja af sér embætti dómsmálaráðherra.“ Í tilkynningunni kalla Ungir jafnaðarmenn stefnu Sigríðar harðneskjulega og segir framkomu hennar hafa einkennst af því. Þá segja þeir reglugerðina „siðferðislega vafasama“ og að íslensk stjórnvöld ættu frekar að leita leiða til þess að hjálpa fólki, frekar en að vísa því frá. Hælisleitendur Tengdar fréttir Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn bjóðast til þess að greiða Sigríði Á. Andersen þúsund evrur fyrir að fara úr embætti dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í kvöld. Í tilkynningunni segir að í ljósi nýrrar tilkynningar dómsmálaráðherra um nýja reglugerð sem heimilar stjórnvöldum að greiða hælisleitendum fyrir það að fara úr landi hafi Ungir jafnaðarmenn ályktað um afsögn hennar. Reglugerðin sem um ræðir er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún gæti sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.Ungir jafnaðarmenn.Vísir/Berglind Petra Garðarsdóttir.Segja ráðherra nýta sér viðkvæma stöðu hælisleitenda Þá segja Ungir jafnaðarmenn Íslendinga ekki veita nógu mörgu flóttafólki hæli og segja reglugerðina vera forkastanlega leið til að „firra stjórnvöldum mannúðlegri ábyrgð“. „Ráðherra á ekki að nýta sér viðkvæma stöðu fólks og bjóða þeim peninga gegn því að þau afsali sér mannréttindum sínum. Því vilja Ungir jafnaðarmenn bjóða Sigríði 1000 evrur, sömu upphæð og hælisleitendum, fyrir að segja af sér embætti dómsmálaráðherra.“ Í tilkynningunni kalla Ungir jafnaðarmenn stefnu Sigríðar harðneskjulega og segir framkomu hennar hafa einkennst af því. Þá segja þeir reglugerðina „siðferðislega vafasama“ og að íslensk stjórnvöld ættu frekar að leita leiða til þess að hjálpa fólki, frekar en að vísa því frá.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00