Nágrannar kæra húsaþyrpingu og hótelbyggingu í Heysholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2018 07:30 Hótel Landborgir og frístundahúsabyggð í hönnun Arkís arkitekta eins og hún er lögð fram í kynningargögnum. Deilt er um skipulagið. Arkís Arkitektar Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira