„Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 12:00 Guðrún Karítas fagnar því að hafa verið sýknuð. Með sýknudómnum sé þó aðeins hálfur sigur unninn. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“ Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“
Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51