Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Toyota segir fullyrðinguna standa og kærir niðurstöðuna. Vísir/Getty Toyota á Íslandi hefur kært til áfrýjunarnefndar í neytendamálum þá ákvörðun Neytendastofu um að banna fyrirtækinu að fullyrða í auglýsingum sínum að Hybrid-bílar framleiðandans séu „50% rafdrifnir“ án þess að frekar sé útskýrt hvað við sé átt. Hybrid-bílar, oft kallaðir tvinnbílar, eru knúnir ýmist af rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að hlaða bílana heldur er orka sem myndast frá mótornum notuð til að hlaða rafgeymana. Bíllinn skiptir síðan milli raforkunnar og eldsneytisins. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að Toyota hefði að undanförnu birt lítið breyttar auglýsingar fyrir Hybrid-bíla en í þeim var fullyrt að bílarnir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Áður hafði Neytendastofa bannað áþekkar auglýsingar þar sem þær þóttu villandi. Fullyrðinguna mætti skilja með tvennum hætti og í raun útilokað að hinn almenni neytandi myndi átta sig á því að hún ætti eingöngu við aksturstíma.Sjá einnig: Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsinguFullyrðingin „50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní.SkjáskotÍ nýju auglýsingunum var hin umdeilda fullyrðing stjörnumerkt en í neðanmálsgrein á auglýsingunni útskýrt frekar hvað við væri átt. „Þann 9. febrúar síðastliðinn fór Neytendastofa fram á að Toyota á Íslandi færði sönnur á fullyrðingar um að Hybrid-bifreiðar framleiðandans væru 50% rafdrifnar. Toyota á Íslandi afhenti í kjölfarið Neytendastofu niðurstöður tveggja óháðra rannsókna sem sanna þá fullyrðingu. Neytendastofa gerði ekki athugasemdir við þær rannsóknir. Neytendastofa óskaði hins vegar eftir því þann 21. júní að Toyota á Íslandi tæki fram í auglýsingum sínum að framsetningin vísaði til aksturstíma bifreiðanna og að um væri að ræða blandaðan akstur,“ segir í orðsendingu frá Páli Þorsteinssyni, almannatengli Toyota á Íslandi, til Fréttablaðsins. Nýju auglýsingarnar hafa verið birtar undanfarinn mánuð. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, sagði í Fréttablaðinu í gær að enn sem komið er hefði stjórnvaldinu ekki borist ábending um nýrri gerðina. Í skeyti Páls segir að fyrirtækið hafi ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Ákvörðunin feli í raun í sér að ríkari kröfur séu gerðar til auglýsinga fyrir Hybrid-bíla heldur en til auglýsinga sem varða bensín-, dísil- eða rafmagnsbíla. „Eftir stendur sú staðreynd óhögguð að Hybrid-bílar frá Toyota aka að meðaltali yfir fimmtíu prósent af tímanum án þess að notast við bensínvélina,“ segir í svari Páls. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Toyota á Íslandi hefur kært til áfrýjunarnefndar í neytendamálum þá ákvörðun Neytendastofu um að banna fyrirtækinu að fullyrða í auglýsingum sínum að Hybrid-bílar framleiðandans séu „50% rafdrifnir“ án þess að frekar sé útskýrt hvað við sé átt. Hybrid-bílar, oft kallaðir tvinnbílar, eru knúnir ýmist af rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að hlaða bílana heldur er orka sem myndast frá mótornum notuð til að hlaða rafgeymana. Bíllinn skiptir síðan milli raforkunnar og eldsneytisins. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að Toyota hefði að undanförnu birt lítið breyttar auglýsingar fyrir Hybrid-bíla en í þeim var fullyrt að bílarnir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Áður hafði Neytendastofa bannað áþekkar auglýsingar þar sem þær þóttu villandi. Fullyrðinguna mætti skilja með tvennum hætti og í raun útilokað að hinn almenni neytandi myndi átta sig á því að hún ætti eingöngu við aksturstíma.Sjá einnig: Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsinguFullyrðingin „50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní.SkjáskotÍ nýju auglýsingunum var hin umdeilda fullyrðing stjörnumerkt en í neðanmálsgrein á auglýsingunni útskýrt frekar hvað við væri átt. „Þann 9. febrúar síðastliðinn fór Neytendastofa fram á að Toyota á Íslandi færði sönnur á fullyrðingar um að Hybrid-bifreiðar framleiðandans væru 50% rafdrifnar. Toyota á Íslandi afhenti í kjölfarið Neytendastofu niðurstöður tveggja óháðra rannsókna sem sanna þá fullyrðingu. Neytendastofa gerði ekki athugasemdir við þær rannsóknir. Neytendastofa óskaði hins vegar eftir því þann 21. júní að Toyota á Íslandi tæki fram í auglýsingum sínum að framsetningin vísaði til aksturstíma bifreiðanna og að um væri að ræða blandaðan akstur,“ segir í orðsendingu frá Páli Þorsteinssyni, almannatengli Toyota á Íslandi, til Fréttablaðsins. Nýju auglýsingarnar hafa verið birtar undanfarinn mánuð. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, sagði í Fréttablaðinu í gær að enn sem komið er hefði stjórnvaldinu ekki borist ábending um nýrri gerðina. Í skeyti Páls segir að fyrirtækið hafi ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Ákvörðunin feli í raun í sér að ríkari kröfur séu gerðar til auglýsinga fyrir Hybrid-bíla heldur en til auglýsinga sem varða bensín-, dísil- eða rafmagnsbíla. „Eftir stendur sú staðreynd óhögguð að Hybrid-bílar frá Toyota aka að meðaltali yfir fimmtíu prósent af tímanum án þess að notast við bensínvélina,“ segir í svari Páls.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð. 13. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð. 13. ágúst 2018 06:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur