Bókmenntafólk frá Svíþjóð komið í heimsókn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 06:15 "Ég var bara eins og stjarna,“ segir Davíð um dvöl sína í Åmål í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink Fjölmennur samráðsfundur um bókmenntir og bókmenntahátíðir verður haldinn í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í kvöld. Davíð Stefánsson skáld hefur skipulagt fundinn. „Þetta er í raun fagfundur,“ segir hann. „Tilefnið er það að hér á landi eru staddir góðir gestir frá Svíþjóð, þau Anita Alexanderson og Victor Estby frá sænsku sumarbókmenntahátíðinni Bokdagar i Dalsland. Þau sjá auk þess um umfangsmikla starfsemi í Västra Götaland þar sem rithöfundum er boðið til dvalar.“Victor Estby og Anita Alexanderson ætla til dæmis að upplifa Menningarnótt.Davíð segir Anitu hafa verið annan tveggja stofnenda bókmenntahátíðarinnar Bokdagar i Dalsland árið 2000. „Hátíðin hefur vaxið stöðugt síðan og Victor tók við stjórnartaumunum í fyrra. Hún er hins vegar kjarnorkukona og hvergi nærri hætt, heldur starfar áfram sem alþjóðlegur tengiliður bókmenntafólks og bókmenntahátíða á Norðurlöndunum og í Evrópu allri.“ Sjálfur kveðst Davíð hafa dvalið í þrjár vikur í fyrra á vegum þessa heiðursfólks í borginni Åmål, að skrifa skáldsögu. „Áhugi þeirra Anitu og Victors á Íslandi er mikill. Ég stakk upp á að þau kæmu hingað í heimsókn á Menningarnótt og það varð úr. Reyndar er rosalega mikill Íslandsáhugi í Svíþjóð almennt. „Ég var bara eins og stjarna og Einar Már er eins og súperstjarna þar.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fjölmennur samráðsfundur um bókmenntir og bókmenntahátíðir verður haldinn í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í kvöld. Davíð Stefánsson skáld hefur skipulagt fundinn. „Þetta er í raun fagfundur,“ segir hann. „Tilefnið er það að hér á landi eru staddir góðir gestir frá Svíþjóð, þau Anita Alexanderson og Victor Estby frá sænsku sumarbókmenntahátíðinni Bokdagar i Dalsland. Þau sjá auk þess um umfangsmikla starfsemi í Västra Götaland þar sem rithöfundum er boðið til dvalar.“Victor Estby og Anita Alexanderson ætla til dæmis að upplifa Menningarnótt.Davíð segir Anitu hafa verið annan tveggja stofnenda bókmenntahátíðarinnar Bokdagar i Dalsland árið 2000. „Hátíðin hefur vaxið stöðugt síðan og Victor tók við stjórnartaumunum í fyrra. Hún er hins vegar kjarnorkukona og hvergi nærri hætt, heldur starfar áfram sem alþjóðlegur tengiliður bókmenntafólks og bókmenntahátíða á Norðurlöndunum og í Evrópu allri.“ Sjálfur kveðst Davíð hafa dvalið í þrjár vikur í fyrra á vegum þessa heiðursfólks í borginni Åmål, að skrifa skáldsögu. „Áhugi þeirra Anitu og Victors á Íslandi er mikill. Ég stakk upp á að þau kæmu hingað í heimsókn á Menningarnótt og það varð úr. Reyndar er rosalega mikill Íslandsáhugi í Svíþjóð almennt. „Ég var bara eins og stjarna og Einar Már er eins og súperstjarna þar.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira